Um Íslandsspil

Sögu „söfnunarkassa“ má rekja til ársins 1972 þegar Rauði krossinn fékk leyfi til reksturs „tíkallakassa“ sem margir muna vel eftir. Árið 1994 eru Íslenskir söfnunarkassar formlega stofnaðir og árið 2003 var nafni fyrirtækisins breytt í Íslandsspil.

Allar götur síðan hefur samfélagsleg ábyrgð verið hornsteinn í rekstri Íslandsspila. Verkefni þar að lútandi eru fjölbreytt og við lítum til ólíkra hagsmunahópa; spilara, sölustaða, starfsfólks, eigenda, samfélagsins og umhverfisins.

Þannig stuðlum við heilshugar að ábyrgri spilun. Með ábyrgri spilahegðun er ekki síst átt við að fólk taki upplýstar ákvarðanir um spilun sína, sem gerir hana skemmtilega - eins og henni er ætlað að vera.

Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi með starfsemi í 187 löndum. Á Íslandi eru starfandi 50 deildir. Fórnfúst starf nærri 4.000 sjálfboðaliða er aðalstyrkur Rauða krossins á Íslandi. Mikilvægasti tekjustofn Rauða krossins er hlutdeild í rekstrarhagnaði Íslandsspila.

Nánar

Undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa þúsundir sjálfboðaliða, í björgunarsveitum, slysavarna- og unglingadeildum. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Hlutdeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar í rekstrarhagnaði Íslandsspila skiptir sköpum í starfsemi félagsins.

Nánar

SÁÁ rekur ekki einungis heilbrigðisstofnanir heldur veitir öllum landsmönnum mikla og margvíslega þjónustu. Hjá SÁÁ starfa um 100 starfsmenn sem veita þjónustu til um 10 þúsund einstaklinga sem til þeirra leita árlega. Starfsemin er viðamikil og fé úr söfnunarkössum Íslandsspila mikilvægt í rekstri samtakanna.

Nánar