Landsbj÷rg

Undir merkjum SlysavarnafÚlagsins Landsbjargar starfa ■˙sundir sjßlfbo­ali­a, Ý bj÷rgunarsveitum, slysavarna- og unglingadeildum. Starfsemin mi­ar a­ ■vÝ

SlysavarnafÚlagi­ Landsbj÷rg

Undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa þúsundir sjálfboðaliða, í björgunarsveitum, slysavarna- og unglingadeildum. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, að degi til sem nóttu, allt árið um kring. Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru um 18.000. 

Þrátt fyrir að félagsfólk sé allt sjálfboðaliðar er rekstrarkostnaður mikill. Björgunartæki og búnaður, auk menntunar og þjálfunar björgunar- og slysavarnafólks kostar háar fjárhæðir á ári hverju. Hlutdeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar í rekstrarhagnaði Íslandsspila skiptir því sköpum í starfsemi félagsins.

  • 95 björgunarsveitir
  • 3500-4000 manns á útkallslista
  • 1200-1500 útköll á hverju ári
  • 35 slysavarnadeildir
  • 50 unglingadeildir
  • 14 björgunarskip og á annað hundrað minni bátar
  • Björgunarskóli
  • Slysavarnaskóli sjómanna
  • Hálendisvakt björgunarsveita
  • Öflugur tækjakostur og vel þjálfað lið

Forseti Íslands er verndari Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Frekari upplýsingar um félagið  http://www.landsbjorg.is/

 

Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Skógarhlíð 14
105 Reykjavík
Sími 570-5900, símbréf 570-5901,
E-mail: skrifstofa@landsbjörg.is
kt. 560499-2139 

Skrifstofa og ■jˇnusta

Ů˙ styrkir okkur

SÝmi hjß Skrifstofu 535 5440 á| áŮjˇnustudeild 800 5444
Smi­juvegi 11a (Gul gata)ááSjß kort ╗
Opi­ mßn-f÷s, frß kl. 8-16

islandsspil@islandsspil.is
Athugasemdir e­a fyrirspurn

Rau­i krossinn S┴┴á Landsbj÷rg