Rau­i krossinn

Rau­i krossinn er elsta og ˙tbreiddasta mann˙­arhreyfing Ý heimi me­ starfsemi Ý 187 l÷ndum. ┴ ═slandi eru starfandi 50 deildir. Fˇrnf˙st starf nŠrri

Rau­i krossinn

Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi með starfsemi í 187 löndum.

Á Íslandi eru starfandi 50 deildir. Fórnfúst starf nærri 4.000 sjálfboðaliða er aðalstyrkur Rauða krossins á Íslandi.

Mikilvægasti tekjustofn Rauða krossins er hlutdeild í rekstrarhagnaði Íslandsspila. Þær tekjur gera Rauða krossinum meðal annars kleift að halda uppi neyðarvörnum vegna áfalla og hamfara og vinna að mannúð og félagslegu öryggi á Íslandi.

Rauði krossinn ver mestum hluta tekna sinna til mannúðarstarfs innanlands á hverju ári:

 • Kaupir og rekur alla sjúkrabíla á Íslandi
 • Þjálfar 5.500 manns í skyndihjálp
 • Útvegar fólki fæði, klæði og húsaskjól í náttúruhamförum
 • Heimsækir vikulega um 650 manns en margir eiga engan annan að
 • Svarar meira en 20.000 símtölum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717
 • Rekur Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur
 • Rýfur félagslega einangrun flóttamanna og hælisleitenda
 • Aðstoðar mörghundruð manns af erlendum uppruna við að aðlagast samfélaginu

Rauði krossinn tekur virkan þátt í hjálparstarfi um allan heim á hverju ári:

 • 20.000 vannærðum börnum í Sómalíu var hjúkrað til heilbrigðis
 • Þúsundir barna fátækra foreldra í Hvíta-Rússlandi fá hlýjan fatnað frá Íslandi
 • Um 180.000 börn á Haítí fá aðstoð í kjölfar jarðskjálftans 2010
 • Nærri 5.000 börn í Palestínu fá sálrænan stuðning í umhverfi stöðugra átaka
 • 150 fyrrverandi barnahermönnum og öðrum ungmennum í Síerra Leóne er hjálpað að koma undir sig fótunum eftir borgarastyrjöld
 • Rúmlega 600 munaðarlaus börn í Malaví fá menntun, mat og húsaskjól
 • Um 125.000 manns í Georgíu og Armeníu fá stuðning til að geta varist og brugðist við náttúruhamförum
 • Mataraðstoð og dreifing útsæðis til um 50.000 manns í Gambíu bjargar börnum frá vannæringu og gerir fátækar fjölskyldur sjálfbjarga

Frekari upplýsingar um störf Rauða krossins http://www.raudikrossinn.is/

Rauði Krossinn á Íslandi

Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Sími 570-4000 | Fax 570-4010
E-mail: central@redcross.is

Skrifstofa og ■jˇnusta

Ů˙ styrkir okkur

SÝmi hjß Skrifstofu 535 5440 á| áŮjˇnustudeild 800 5444
Smi­juvegi 11a (Gul gata)ááSjß kort ╗
Opi­ mßn-f÷s, frß kl. 8-16

islandsspil@islandsspil.is
Athugasemdir e­a fyrirspurn

Rau­i krossinn S┴┴á Landsbj÷rg